Sniðinn fyrir þig.

Nýr Mercedes-Benz Sprinter.

Nýr Sprinter er kjörinn í hvaða flutninga sem framundan eru.

Með fjölmörgum útfærslum og breiðu vali á búnaði er í boði sparneytin grunnútfærsla, til að mynda framhjóladrifin, en einnig gluggalausir sendibílar og undirvagnar sem eru sérhannaðir til þeirra nota sem þeir eru ætlaðir eða farþegabílar með sérvöldum búnaði.

Laglegur á að líta, enn betri til vinnu.

Hönnunin að baki nýs Sprinter.

Af hverju ættirðu ekki að líta vel út í vinnunni? Við höfðum nákvæmlega þetta í huga þegar við yfirfærðum hina velheppnuðu Sensual Purity hönnunarnálgun fólksbíla Mercedes-Benz yfir á Sprinter.

 

Nýr Sprinter státar af einkar aðlaðandi, stílhreinum en um leið nútímalegum formflötum og jafnvægi í hlutföllum. Einn af hápunktunum er einkennandi framsvipur með stórri Mercedes-Benz stjörnu fyrir miðju.

The image shows the new Sprinter in an urban setting next to a symbol for connectivity on a house wall.

Þitt ferðafrelsi 4.0

Með snjöllum samskiptalausnum í nýjum Sprinter.

 

Fjölmargar lausnir eru fáanlegar í nýjan Sprinter fyrir útvarp, margmiðlunarkerfi og samskiptatæki, sem stuðla að aukinni hagkvæmni og þægindum í vinnu. Það ræðst af ýmsum breytum en möguleikarnir geta verið allt frá statífi fyrir snjallsíma, útvarp með Bluetooth® tengingu og handfrjálsri stýringu, margmiðlunarkerfi með snertiskjá með háskerpu, hraðvirku leiðsögukerfi með hörðum diski og 3D kortaskjá og snjallsímasamþættingu. Notkun búnaðarins gæti ekki verið einfaldari.

The image shows the new Sprinter in front of a container. The different dimensional variants of the Sprinter are shown in graphic form.

Sprinter leysir flutningsverkefnin.

Fjölbreytilegir kostir fyrir sérstök flutningsverkefni.

 

Þarfnastu sendibíls sem fyrst og fremst er hagkvæmur og sparneytinn? Eða ertu á höttunum eftir hágæða sendibíl sem býður upp á mestu þægindin? Sprinter býður upp á hvoru tveggja og margt annað að auki; gluggalausan sendibíl og fólksbíl til ferðalaga, grindarbíl og pallbíl með einni sætaröð eða vinnuflokksbíl. Þetta er grunnurinn fyrir yfirgripsmiklu úrvali af mismunandi útfærslum.  

Tryggir stefnuna að velgengni.

Hönnun Sprinter snýst að öllu leyti um öryggi.

 

Yfirbyggingin er undirstaðan að þessu markmiði. Hönnunin og samsetning í efnisvali gerir hana sérstaklega álagsþolna. Í bílnum er ennfremur fjöldi akstursstoðkerfa og jafnvel reyndustu ökumenn lenda í aðstæðum þar sem aðstoðin er jafnt velkomin og þörf. Meðal kerfa er hliðarvindvari, sem er staðalbúnaður, hemlunarvari og akreinavari sem hvort tveggja er staðalbúnaður í útfærslum með leyfðri heildarþyngd yfir 3.500 kg.  

The image shows an exterior view of the new Sprinter.

Sparneytinn og skilvirkur þegar á þarf að halda.

Nýr Sprinter viðheldur þeirri sögu velgengni sem fer af þessum margreynda hágæðabíl.

 

Strax í upphafi nýturðu góðs af þeirri hagkvæmni sem bíllinn býr yfir.

Grunnverð fyrir framhjóladrifna gerð er einkar hagstætt og fjölmargir möguleikar á útfærslum eru í boði svo hægt er að sníða bílinn nákvæmlega að þörfum rekstrarins.