Myndin sýnir innanrýmið í Sprinter úr lofti inn um opið þakið.
Mikið og breytilegt rými inni í bílnum

Athyglisverður fjölbreytileiki í útfærslum Sprinter.

Þessu til viðbótar býðst Sprinter með fjórum mismunandi velum, breiðu úrvali af valbúnaði, útfærslum í fjöðrunarkerfi og þarfagreindum lausnum fyrir mismunandi rekstur frá verksmiðju. Með þessu móti er hægt að setja saman bíl með allt að 5.500 kg leyfðri heildarþyngd. Sæti eru fyrir allt að 19 farþega auk bílstjóra í Sprinter Tourer. Sprinter er fáanlegur í fjórum lengdum og í þremur hæðum. Panel Van er þeirra lengstur og hæstur. Flutningsrýmið er allt að 17 m3. Þessu til viðbótar má tengja aftanívagn með allt að 3.500 kg burðargetu þegar þörf krefur. Þar með er leyfð heildarþyngd komin upp í 8.750 kg.

Myndin sýnir innanrýmið í Sprinter úr lofti inn um opið þakið.
Mikið og breytilegt rými inni í bílnum
Yfir 600 atriði eru í boði sem valbúnaður, þar á meðal sérstakar flotalausnir og fjöðrunarútfærslur. Sprinter má því aðlaga nákvæmlega þínum rekstri. Heildarlausnir undir heitinu Mercedes-Benz VanSolution eru í boði á eftirmarkaði fyrir bíla sem notaðir eru í sérstökum iðnaði. Einnig eru í boði uppfærslur og breytingalausnir af háum gæðum sem hluti af “Mercedes-Benz VanPartner”.Breytt úrval íhluta er í boði fyrir Sprinter sem tryggir örugga ferð alla leið á áfangastað með hagkvæmum hætti.
Myndin sýnir gegnsæa yfirbyggingu Sprinter og tæknilega útlistun á nýrri drifrás.
Ný drifrás Sprinter

Fullkomin drifrás fyrir hvers konar notkun.

 

Framhjóladrif, afturhjóladrif eða fjórhjóladrif1 – þrjár mismunandi gerðir drifrása fyrir Sprinter sem gera honum kleift að takast á við hvaða flutninga og hvers konar notkun sem er. Kostir framhjóladrifsins felast meðal annars í frábæru veggripi í flutningi á léttum farmi, mikið hleðslurými ásamt mikilli burðargetu og lágri hleðslustöðu. Nýja 9G-TRONIC sjálfskiptingin er einungis í boði með framhjóladrifnum Sprinter. Aðskilnaður drifrásar og stýringar í afturhjóladrifnum Sprinter stuðlar að auknum þægindum í akstri og lágmarkar beygjuhringinn. Kostir afturhjóladrifsins gera líka vart við sig þegar dreginn er aftanívagn. Með handstýrðu 4x4 aldrifskerfinu1 eykst veggrip bílsins, ekki síst í slæmu veðri eða við erfiðar akstursaðstæður. Kerfið stuðlar með þeim hætti að auknu akstursöryggi og meiri akstursgetu. Niðurgír er auk þess fáanlegur þegar notkunarmynstur bílsins er mjög krefjandi. 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingin er í fyrsta sinn fáanleg í Sprinter með aldrifi1. Kostir hennar eru einkar þýðar gírskiptingar og mikil sparneytni.

 

 

1Fjórhjóladrifskerfið verður fáanlegt frá fjórða ársfjórðungi 2019.