Myndin sýnir hliðarsvipinn á nýjum Sprinter.
Útlitshönnun á nýjum Sprinter.
Nærmynd af smáatriðum í framhluta nýs Sprinter.
Einkennandi framendinn með Mercedes-Benz stjörnu í miðju.
Nærmynd af smáatriðum í LED High Performance framljósum Sprinter
Einn af hápunktunum: LED High Performance framljós.
Nærmynd af afturljósum með LED tækni að hluta.
Afturljós með LED tækni að hluta
Nærmynd af felgum á nýjum Sprinter.
43,2 cm (17 tommu) álfelgur með sex rimum

Sjálfbærni og fjölhæfni í yfirbyggingu.

Nútímaleg hönnunin lágmarkar einnig loftmótstöðu bílsins sem dregur úr eldsneytisnotkun.

Til að sérútbúa bílinn er meðal annars í boði LED High Performance framljós og LED afturljós að hluta, krómhúðuð vélarhlíf og álfelgur en auk þess stuðara og aðra ásetta hluti samlita bílnum. Mikið úrval lita og sérvöldum lakkáferðum eru einnig í boði. Allt byggir þetta á hönnun sem býður upp á yfirgripsmikið val á klæðskerasniðnum lausnum og þar með tækifæri til að skapa bílnum það útlit sem er kjörið fyrir þitt fyrirtæki.

Innanrýmið í nýjum Sprinter frá sjónarhól ökumanns.
Tæki og búnaður í innanrými með hljómkerfi frá Mercedes-Benz.
Innanrýmið í nýjum Sprinter frá sjónarhól ökumanns.
THERMOTRONIC sjálfvirka loftfrískunarkerfið
Nærmynd af margmiðlunarkerfinu í nýjum Sprinter.
Margmiðlunarkerfi með stórum snertiskjá með hárri upplausn og leiðsögukerfi
Myndin sýnir statíf fyrir snjallsíma í mælaborði nýs Sprinter.
Snjallsíminn er ávallt innan seilingar í statífinu.
Myndin sýnir geymsluhólf fyrir snjallsíma og þráðlausa hleðslu í nýjum Sprinter.
Setjið símann einfaldlega í hólfið og hlaðið hann þráðlaust.

Vellíðunartilfinning í innanrýminu og í vinnunni.

Það hefur alltaf verið sérstök upplifun að stíga upp í Sprinter.  

 

Búnaður og tækni af margvíslegu tagi er fáanlegur í þægilegt og hagkvæmt innanrými nýs Sprinter sem má klæðskerasníða og velja nákvæmlega með tilliti til þeirra verkefna sem bíða bílsins. Samskipta- og afþreyingarbúnaðurinn nær allt frá statífi fyrir snjallsímann til Mercedes-Benz hljómkerfis með USB og Bluetooth® tengingu eða jafnvel margmiðlunarkerfis sem stórum snertiskjá með hárri upplausn, leiðsögukerfi með hraðvirkum hörðum disk og 3D kortaskjá og tengingu fyrir snjallsíma1. Geymsluhólfum hefur líka verið breytt og gegna þau nú fjölbreytilegra hlutverki. Geymsluhólfunum má loka með loki eða nýta þau sem glasahaldara, svo dæmi séu tekin.

Myndin sýnir loftfrískunarkerfi í þaki nýs Sprinter.
Loftfrískunarkerfi í þaki stuðlar að auknum þægindum

 

Valið stendur á milli hálfsjálfvirks og sjálfvirks loftfrískunarkerfis til að viðhalda þægilegu hitastigi í stjórnrýminu. Í farþegarýminu er val milli þriggja mismunandi loftfrískunarkerfa í þaki bílsins, þar af eitt hágæðakerfi.

 

Þessi og annar valbúnaður tryggir að ökumaður og farþegar líður eins og heima hjá sér þegar ferðast er í Sprinter.