Myndin sýnir inn í flutningsrýmið í nýjum Sprinter.
Meira rými og með 50 kg meiri burðargetu1
Myndin sýnir Sprinter við hversdagslegar aðstæður. Maður hleður kössum inn á golf flutningsrýmisins (sem er 80 mm lægra en í fyrri gerð).
Betra flutningsrými með 80 mm lægra gólfi1

Nýr Sprinter er skrefinu framar.

Við viljum gera gott enn betra. Þess vegna höfum við aukið enn frekar sparneytni dísilvélanna okkar. Enn einn ávinningur fyrir velgengni rekstrarins er um 50 kg meiri burðargeta1 meira rými1 og 80 mm lægra gólf í flutningsrými1.

Þetta auðveldar enn frekar hleðslu bílsins og um leið alla umgengni við Sprinter.

Með þessu móti býr Sprinter yfir aukinni sparneytni og miklu notagildi og útkoman er hagkvæmur sendibíll á öllum sviðum.

Hagkvæmnin einskorðast ekki við ökutækið.


Sjálfbærar samgöngur snúast ekki einungis um ökutækin sjálf.

Með tilliti til þessa er Sprinter með yfirgripsmikið stuðningsnet í kringum sig, allt frá fjármögnun til trygginga og viðhaldsþjónustu. Þessi þjónustuþættir geta leitt til álitlegs sparnaðar og greitt fyrir gerð kostnaðaráætlana til langs tíms. Mercedes PRO samskiptatengingar og flotalausnir geta þessu til viðbótar stuðlað að hámarks arðsemi.

Með Maintenance Management er til að mynda hægt skipuleggja viðhaldsþjónustu fram í tímann sem stuðlar að betri nýtingu á bílnum og dregur úr líkum á bilunum þegar síst skyldi.

The image shows the engine block of the new Sprinter detached from the vehicle.

Afl og sparneytni til að ljúka verkunum.

Stór þáttur í velgengninni: Sprinter er fáanlegur með fjögurra strokka dísilvélum með þrenns konar aflúttaki og V6 dísilvél. Allar búa þær yfir miklu afli en um leið skilvirkni svo eftir er tekið. Enn meiri sparneytni hefur náðst fram í þessum margreyndu vélum og enn fremur hefur dregið úr innra viðnámi í vélinni. Vélarnar eru allar fáanlegar jafnt með beinskiptingu2 og sjálfskiptingu.

Ströngum skilyrðum Euro 6/Euro VI reglugerðarinnar er mætt með SCR tækninni (Selective Catalytic Reduction). Þetta felur í sér ferli þar sem dregið er úr köfnunaroxíði í útblæstri dísilvéla með því að leiða útblástursloftið inn í hvarfakút og kljúfa þar köfnunarefnisoxíð3 niður í köfnunarefni og vatn með AdBlue®.

1 Með framhjóladrifi, í samanburði við afturhjóladrifnar útfærslur.

26 gíra beinskipting með OM642 V6 dísilvélinni er væntanleg á fjórða ársfjórðungi 2018.

3Köfnunarefnisoxíð (NOx) innihalda köfnunarefnismonoxíð (NO) og köfnunarefnisdíoxíð (NO2).